Námsbrautir

Almenn braut (Staðfestingarnúmer 228)

Á almennri braut er áhersla lögð á að styrkja undirstöðu nemandans í kjarnagreinunum ensku, íslensku og stærðfræði auk þess að stuðla að almennum persónuþroska og gera nemandann hæfari til að takast á við áskoranir og verkefni daglegs lífs. Brautin hentar vel sem undirbúningur fyrir áframhaldandi nám á framhaldsskólastigi á bóklegum eða verklegum námsbrautum.

Almenn braut uppfærð (byggir á samþykktri braut nr.16-228-2-3 )

Á almennri braut er áhersla lögð á að styrkja undirstöðu nemandans í kjarnagreinunum ensku, íslensku og stærðfræði auk þess að stuðla að almennum persónuþroska og gera nemandann hæfari til að takast á við áskoranir og verkefni daglegs lífs. Brautin hentar vel sem undirbúningur fyrir áframhaldandi nám á framhaldsskólastigi á bóklegum eða verklegum námsbrautum.

Félags- og hugvísindabraut (Staðfestingarnúmer 85)

Markmið félags- og hugvísindabrautar er að stuðla að góðu almennu námi með áherslu á námsgreinar sem tengjast manninum og mannlegu samfélagi. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og við lok náms á henni eiga nemendur að hafa öðlast góðan undirbúning fyrir greinar á háskólastigi á borð við bókmenntafræði, félagsfræði, félagsráðgjöf, fjölmiðlafræði, guðfræði, heimspeki, kynjafræði, landafræði, lögfræði, mannfræði, málvísindi, menningarfræði, menntunarfræði, sagnfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, trúarbragðafræði, viðskiptafræði, þjóðfræði og aðrar fræðigreinar sem teljast til hug- og félagsvísinda.

Félags- og hugvísindabraut uppfærð (byggir á samþykktri braut nr. 15-85-3-6 )

Markmið félags- og hugvísindabrautar er að stuðla að góðu almennu námi með áherslu á námsgreinar sem tengjast manninum og mannlegu samfélagi. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og við lok náms á henni eiga nemendur að hafa öðlast góðan undirbúning fyrir greinar á háskólastigi á borð við bókmenntafræði, félagsfræði, félagsráðgjöf, fjölmiðlafræði, guðfræði, heimspeki, kynjafræði, landafræði, lögfræði, mannfræði, málvísindi, menningarfræði, menntunarfræði, sagnfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, trúarbragðafræði, viðskiptafræði, þjóðfræði og aðrar fræðigreinar sem teljast til hug- og félagsvísinda.

Náttúruvísindabraut (Staðfestingarnúmer 86)

Markmið náttúruvísindabrautar er að stuðla að góðu almennu námi með áherslu á stærðfræði, náttúru- og raunvísindi. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og við lok náms á henni eiga nemendur að hafa öðlast góðan undirbúning fyrir greinar á háskólastigi á borð við eðlisfræði, efnafræði, hagfræði, heilbrigðisgreinar, jarðfræði, landfræði, líffræði, stjörnufræði, stærðfræði, tölvunarfræði, verkfræði og aðrar greinar þar sem góðs undirbúnings í stærðfræði, náttúru- og raunvísindum er krafist.

Náttúruvísindabraut uppfærð (byggir á samþykktri braut nr.15-86-3-6)

Markmið náttúruvísindabrautar er að stuðla að góðu almennu námi með áherslu á stærðfræði, náttúru- og raunvísindi. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og við lok náms á henni eiga nemendur að hafa öðlast góðan undirbúning fyrir greinar á háskólastigi á borð við eðlisfræði, efnafræði, hagfræði, heilbrigðisgreinar, jarðfræði, landfræði, líffræði, stjörnufræði, stærðfræði, tölvunarfræði, verkfræði og aðrar greinar þar sem góðs undirbúnings í stærðfræði, náttúru- og raunvísindum er krafist.

Opin stúdentsbraut (Staðfestingarnúmer 87)

Á almennri stúdentsbraut er áhersla lögð á að nemandi geti valið sér áfanga eftir eigin áhugasviði. Námsbrautin er ekki hugsuð sem lykill að fyrirfram ákveðnum greinum á háskólastigi heldur er það í höndum nemandans sjálfs að gera nám sitt þannig úr garði að það samræmist áformum hans um áframhaldandi nám. Mikilvægt er því að nemandinn geri sér grein fyrir því hvers konar nám og störf hann hyggur á í framhaldinu þegar hann velur sér áfanga á brautinni og leiti aðstoðar hjá námsráðgjafa eða öðrum fagaðila við það verkefni.

Opin stúdentsbraut uppfærð (byggir á samþykktri braut nr.15-87-3-6 )

Á opinni stúdentsbraut er áhersla lögð á að nemandi geti valið sér áfanga eftir eigin áhugasviði. Námsbrautin er ekki hugsuð sem lykill að fyrirfram ákveðnum greinum á háskólastigi heldur er það í höndum nemandans sjálfs að gera nám sitt þannig úr garði að það samræmist áformum hans um áframhaldandi nám. Mikilvægt er því að nemandinn geri sér grein fyrir því hvers konar nám og störf hann hyggur á í framhaldinu þegar hann velur sér áfanga á brautinni og leiti aðstoðar hjá námsráðgjafa eða öðrum fagaðila við það verkefni.

Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 229)

Starfsbraut er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Starfsbraut er 240 einingar. Nám á starfsbraut miðast alltaf við 4 ár. Einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með er einstaklingsbundinn en nemendur útskrifast eftir 4 ár óháð einingafjölda. Nám og kennsla á starfsbraut er skipulögð með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina hverju sinni. Áhersla er lögð á að efla félagsleg samskipti nemenda og búa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði.