Náms- og starfsráðgjöf miðast af því að búa nemendur undir val á námi eða störfum að loknum framhaldsskóla. Lögð er áhersla á að nemendur efli og þroski þekkingu á sjálfum sér, námsleiðum sem í boði eru og störfum í atvinnulífinu. Aðstoð námsráðgjafa felst m.a. í: viðtölum, könnun á áhugasviðum, gildismati og hæfileikum. Upplýsingum og upplýsingaöflun um skóla, námsleiðir, störf og atvinnulíf. Að kenna leikni við ákvarðanatöku og hvernig hægt sé að afla sér upplýsinga og ávinna sér leikni við daglegt líf.