Kennsluvefurinn byggir á opna vefhugbúnaðnum Moodle og er samstarfsverkefni Framhaldsskólans á Húsavík, Menntaskólans á Egilsstöðum, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands.
Á Kennsluvefinn setja kennarar inn efni sem tengist áföngum sem þeir kenna, s.s. námsáætlanir, glærur, myndbönd, verkefni og próf. Mikilvægt er að ALLIR nemendur tengist Kennsluvefnum og noti hann reglulega.
Til þess að tengjast Kennsluvefnum þarf að hafa aðgangs- og lykilorð. Nýnemar og endurinnritaðir fá þau afhent hjá umsjónarkennara við skólasetningu. Aðrir nemendur halda sínum aðgangs- og lykilorðum. Ef nemendur gleyma aðgangs- eða lykilorðum sínum eru þeir beðnir um að snúa sér til Örnu Ýr Arnarsdóttir ritara.
Ath. sú breyting hefur verið gerð að nemendur sjá sjálfir um að tengjast þeim áföngum sem þeir eru skráðir í á Kennsluvefnum. Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna HÉR.
Ef upp koma spurningar varðandi skráningu inn á Kennsluvefinn má leita til Örnu ritara og fjármálastjóra.
Aðrar upplýsingar V20