Jafnlaunastefna Framhaldsskólans á Húsavík
Útgáfudagur: 01.09.2020
Útgáfa: 1.1
Ábyrgðarmaður: Skólameistari
Stefna Framhaldsskólans á Húsavík er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að launamunur sé ekki til staðar. Umfang jafnlaunastefnunnar tekur til allra starfsmanna skólans.
Markmið Framhaldsskólans á Húsavík er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri í starfi.
Samkomulag hefur verið gert við vottunaraðila um að gera úttekt í mars hvert ár á jafnlaunastefnu og kerfi Framhaldsskólans á Húsavík. Geri vottunaraðili á einhverjum tímapunkti athugasemdir varðandi launasamsetningu einhverra starfa mun samsetning vera endurskoðuð í kjölfar ábendingar og lagfærð.
Framhaldsskólinn á Húsavík hefur skjalfest, innleitt, og heitir að viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur ÍST85:2012 staðalsins.
Framhaldsskólinn á Húsavík hefur í þessu samhengi innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Framhaldsskólinn á Húsavík skuldbindur sig til að framfylgja jafnlaunastefnu Framhaldsskólans á Húsavík.
Á grunni nýs lagaramma skuldbindur Framhaldsskólinn á Húsavík sig til að:
− Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það verði skjalfest og því viðhaldið.
− Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári, að jafnaði í mars, þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
− Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
− Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega. − Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi hlítni við lög.
− Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum Framhaldsskólans á Húsavík. Stefnan skal einnig vera almenningi aðgengileg á heimasíðu Framhaldsskóla Húsavíkur.
Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Framhaldsskólans á Húsavík. Greidd eru laun skv. kjara- og stofnanasamningum.
September 2020