Skólareglur V25

Nýjar skólareglur voru samþykktar á vorönn 2017. Þær skiptast í þrennt:

Reglur um hegðun, umgengni og samskipti

Reglur um skólasókn

Reglur um námsmat, námsframvindu og próf

Við vekjum athygli á eftirfarandi ákvæði sem hefur verið bætt inn í námsmatsreglur skólans fyrir vorönn 2025.

Staðnemendur sem fara í skemmti- og/eða fjölskylduferðir á skólatíma fá ekki tilslakanir varðandi verklegar æfingar,kynningar, hlutapróf eða aðra próftöku á meðan á þeim ferðum stendur. Ef verkleg æfing, kynning, hlutapróf eða próf fer fram í kennslustund á meðan nemandi er fjarverandi fyrirgerir hann rétti sínum til einkunnar fyrir viðkomandi námsmatshluta. Nemendur undir 18 ára aldri eru á ábyrgð foreldra í slíkum ferðum og nemendur sem eru eldri en 18 ára eru á eigin ábyrgð.

Töflubreytingar V25