3. tbl. 32. árgangur þriðjudaginn 12. október 2021. Ritstj. og ábm. Halldór Jón Gíslason
Efni:
1. Önnur fjarvistatalning annarinnar fór fram mánudaginn 11.október . Viðmið er 90% mæting. Þeir sem verða undir viðmiðinu fá senda viðvörun frá skólanum eða forráðamenn þeirra hafi þeir ekki náð 18 ára aldri. Þeir nemendur sem voru með gilda viðvörun og verða aftur undir viðmiði munu fá sent bréf vegna úrsagnar úr áfanga. Eins og alltaf er mjög mikilvægt að nemendur mæti vel í tíma.
Hér má sjá hvernig skoða má viðveru í Innu.
Mætingarreglur FSH
2. Val fyrir vorönn 2022 er hafið og lýkur þriðjudaginn 26. október nk. Nemendur geta valið með aðstoð umsjónakennara. Leiðbeiningar um val í Innu er að finna hér.
Ath. að þeir sem ekki skila vali í Innu verða ekki með í stundatöflugerð fyrir vorönn 2022. Þannig gildir valið sem umsókn um skólavist.
Umsjónarkennarar geta kallað á einstaka nemendur eða hóp nemenda í viðtalstíma vegna vals, einnig er mikilvægt að nota vinnustund og fá þar aðstoð frá umsjónakennara við val.
Upplýsingar um námsbrautir skólans
Áfangaheiti í nýrri námskrá
Undanfarareglur áfanga
Athugið vel að það að áfangi sé í boði þýðir ekki endilega að hann verði kenndur. Eftir því sem fleiri velja áfanga aukast líkurnar á að hann verði kenndur.
Hér er listi yfir áfanga í boði á vorönn 2022.
3. Drög að próftöflu haustannar 2021 liggja nú fyrir. Hægt er að skila athugasemdum til aðstoðarskólameistara til mánudagsins 15. nóvember nk. Ætlast er til þess að nemendur með frjálsa mætingu taki lokapróf í húsnæði FSH.
4. Nemendum, sem þjást af prófkvíða eða telja sig þurfa á sérúrræðum að halda við fyrirlögn prófa, er bent á að hafa samband við námsráðgjafa sem allra fyrst og alls ekki síðar en mánudaginn 15. nóvember.
5. Brautaskipti: Nemendur, sem vilja skipta um braut, t.d. af almennri braut yfir á stúdentsbraut, þurfa að hafa samband við aðstoðarskólameistara sem allra fyrst.
6. Úrsagnir: Síðasta tækifæri til úrsagnar úr áfanga er mánudagsins 19. október. Eftir það fá nemendur skráð á sig fall vilji þeir segja sig úr áfanga.