Námsráðgjafi

Elín Pálmadóttir sinnir starfi náms-og starfsráðgjafa

Námsráðgjafi er með viðtalstíma sem hér segir haustönn 2022:

  • Mánudagur 8:10-14:00
  • Þriðjudagur 13:45-14:30
  • Miðvikudagur 9:00-10:00 og 10:50-15:20
  • Fimmtudagur 10:00-14:00

 

Hægt er að bóka viðtal hjá ráðgjafanum í síma 464-1344. Auk þess er hægt að hafa samband með tölvupósti. Ekki er nauðsynlegt að bóka viðtal fyrirfram hjá ráðgjafa, nemendur eru hvattir til að líta inn vanti þá ráðgjöf eða vilja spjalla.

Netfang: elinpalma@fsh.is

 

Hlutverk námsráðgjafa: Er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum og öðrum sérfræðingum innan og utan skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda og hefur það að markmiði að skapa hverjum nemenda sem bestar aðstæður í námi.

Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að nýta sér þjónustu námsráðgjafa.

Námsráðgjafinn er bundinn þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem honum er trúað fyrir í starfi sínu.

Helstu verkefni námsráðgjafa:

1. Veitir nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu s.s. um prófkvíða, þunglyndi, samskiptavandamál, markmiðssetningu, heimanám, tímastjórnun, námsleiða og fleira.

2. Veitir nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.

3. Veitir ráðgjöf og úrræði vegna sértækra námsörðugleika.

4. Leiðbeinir nemendum um námstækni og vinnubrögð í námi.

5. Tekur þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólunum.

6. Aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.

7. Ráðgjafinn starfar í þágu nemenda, hann er trúnaðar- og talsmaður þeirra.

8. Ráðgjöf um námsval, kjörsvið, brautaskipti og fallhættu.