Fjarnám við Framhaldsskólann á Húsavík er góður kostur fyrir þá sem ekki hafa tök á að stunda nám á hefðbundinn hátt, eða kjósa að mennta sig úr fjarlægð. Fjarnám ýtir undir ábyrgð og sjálfsaga og eykur þekkingu og kunnáttu í upplýsinga- og tæknimennt, á sama tíma og nemendur stunda sitt nám.
Nemendur hafa aðgang að kennurum í gegnum tölvupóst eða kennsluvef og geta einnig mælt sér mót við þá á fjarfundi.
Þó ábyrgð og sjáfstæð vinnubrögð séu undirstaða góðs árangurs í fjarnámi gilda sömu viðmið varðandi leiðsagnarmat og einstalingsmiðun og í staðnámi.
Framfarir og árangur nemenda er sameiginlegt markmið kennara og nemenda í fjarnámi.
Umsókn um fjarnám má finna hér.