- tbl. 31. árg. föstudaginn 21. ágúst 2020. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Jón Gíslason
Velkomin til starfa!
Húslestur hefur ýmsar upplýsingar að geyma. Lesið hann vandlega. Lesið einnig vel um brautalýsingar og áfanga á vef skólans. Þá er oft ýmsar upplýsingar og tilkynningar að finna á tilkynningatöflu við nemendainngang.
Skrifstofa skólans opnaði kl. 8:10 þriðjudaginn. 18. ágúst
Haustönn hefst mánudaginn 24.08.2020 samkvæmt stundatöflu. Athugið að kennsla hefst núna klukkan 08:10. Nemendur fá stundatöflu haustannar senda í tölvupósti. Hana er einnig að finna á Innu. Nemendur hafa fengið sendan póst með leiðbeiningum varðandi skólahald í upphafi annar vegna Covid-19. Það er mjög mikilvægt að nemendur kynni sér þann póst vel og séu meðvitaðir um eigin ábyrgð þegar kemur að smitvörnum.
Fyrsta vinnustund annarinnar er nýtt í umsjónartíma. Nemendur af náttúruvísindabraut mæta í stofu 8 til umsjónakennara. Nemendur af félags- og hugvísindabraut mæta í stofu 7 til umsjónakennara. Nemendur af opinni stúdentsbraut mæta í stofu 5 til umsjónakennara og nemendur af almennri braut mæta í stofu 4 til umsjónakennara.
Athugið að skólagjöld þurfa að hafa verið greidd til þess að hægt sé að opna Innu. Varðandi dagskrá annarinnar má nefna að vörðuvika verður haldinn 21.september-25.september, stefnt er að skólafundi á önninni. Próf verða frá 8. til 16. desember og önninni lýkur með prófsýningu 18. desember.
Starfsfólk skólans
Skólameistari: Valgerður Gunnarsdóttir. Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Aðstoðarskólameistari: Halldór Jón Gíslason. Viðtalstímar eftir samkomulagi mánudag-fimmtudags kl. 8:15-12.
Námsráðgjafi: Elín Pálmadóttir. Viðtalstímar verða auglýstir síðar.
Skólahjúkrunarfræðingur: Díana Jónsdóttir. Viðtalstímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-14.
Ritari og fjármálastjóri: Arna Ýr Arnarsdóttir. Ritari er við kl. 8-16 mánudaga til fimmtudaga, föstudagar frá 8-12.
Umsjónarmaður húsnæðis: Guðrún Reynisdóttir.
Umsjónarmaður tölvukerfis: Aðalgeir Sævar Sigurgeirsson. Almennur viðverutími á mánud. kl. 10-11 og fimmtud. kl. 10-11.
Kennarar á haustönn 2019
Auður Jónasdóttir Starfsbraut.
Ásta Svavarsdóttir Íslenska.
Elín Rúna Backman Efnafræði; líffræði; stærðfræði og danska.
Gunnar Baldursson Eðlisfræði; efnafræði.
Knútur Arnar Hilmarsson Stærðfræði.
Rakel Dögg Hafliðadóttir Sálfræði; félagsvísindi; lífsleikni.
Selmdís Þráinsdóttir Félagsvísindi og íþróttir.
Sigurður Narfi Rúnarsson Starfsbraut.
Smári Sigurðsson Enska; þýska
Valdimar Stefánsson Saga; heimspeki.
Allir kennarar hafa viðtalstíma og verða þeir auglýstir síðar á töflu á nemendagangi.
Umsjónarkennarar og umsjónartímar