Skoðið stundatöflurnar ykkar vel. Ef þið hafið ekki fengið inn alla þá áfanga sem þið völduð geta ástæðurnar verið margvíslegar, t.d. að áfanginn er ekki kenndur, ekki er pláss í hóp, árekstar eru milli áfanga o.s.frv. Enn er hægt að bæta inn áföngum og taka út áfanga. Athugið að þessar töflubreytingar er eingöngu hægt að gera hjá aðstoðarskólameistara.
Viðtalstímar aðstoðarskólameistara vegna töflubreytinga:
Mánudaginn 6. janúar kl. 8:15- 12:00
Þriðjudaginn 7. janúar kl. 08:15-12:00
Miðvikudaginn 8. janúar kl. 08:15-12:00
Öllum töflubreytingum verður að vera lokið mánudaginn 20. janúar!
A stokkur: ÍSLE2BÓ05(21), SÁLF3FP05(32), STÆR3DF05(31)
B stokkur: DANS2TL05(21), EFNA2AE05(21), LANF2NM05(11), SAGA3MM05(33)
C stokkur: FÉLV2KA05(21), LÍFF2AL05(11), LÍFF2EF05(21), RAFÍ2MV05(21)
D stokkur: NÆRI2NN05(11), RANN3ER05(11), ÞÝSK1GF05(21)
E stokkur: EFNA3RS05(41), KYNJ2KY05(11),SAGA2YS05(21)
F stokkur:ENSKA3VO05(32), FORR2PH05(21), ÍSAN1FR05(21), ÍSAN2MT05(41), SÁLF2ÞS05(21)
G stokkur: AUUM1AU05(11), ENSK1RL05(02), STÆR2TÖ05(21)
H stokkur: ENSK2BO05(21), ÍSLE3EE05(32), STÆR1XZ05(02), STÆR3TD05(51)
Við vekjum athygli á því að AUUM1AU05(11), ENSK2BO05(21), ENSK3VO05(32), NÆRI2NN05(11) og STÆR2TÖ05(21) eru fullir og ekki hægt að bæta við þá.
Ertu töflulaus?
Ef þú ert töflulaus gæti skýringin verið sú að þú ert ekki búin(n) að greiða innritunargjaldið. Taflan þín er þá hjá ritara (fyrir nýnema og endurinnritaða) eða í Innu (hjá öðrum nemendum) og þú færð hana um leið og þú gerir upp skuldina. ATH að Innuaðgangur er lokaður þar til innritunargjaldið er greitt!
Annar möguleiki er að þú hafir ekki skilað inn vali á síðustu önn. Ef svo er þarft þú nauðsynlega að tala við skólameistara á töflubreytingatíma.
Þriðji möguleikinn er að þú sért ekki með virkan Íslykil eða rafræn skilríki. Sæktu um nýjan á island.is.
Ef ekkert af þessu passar er möguleiki að Inna sé að stríða okkur. Hafðu samband við aðstoðarskólameistara á töflubreytingatíma.
Árekstrar
Árekstur kallast það þegar tveir áfangar eru skráðir í sama tímann. Ef tveir áfangar eru skráðir á sama tíma í stundatöflu gildir taflan sem árekstraheimild. Nemendur skulu hafa samband við báða viðkomandi kennara og ákveða kennararnir hvernig nemandinn mætir í þessa tíma. Að þessu sinni eru mjög margir eldri nemendur í íþróttaárekstrum þar sem þeir stunda í flestum tilfellum íþróttir utan stundaskrár. Nemendur eiga þó í öllum tilfellum að hafa samband við íþróttakennara og láta hann vita hvernig óskað er eftir að uppfylla íþróttatíma.
Íþróttir V25