Í Framhaldsskólanum á Húsavík er stefnt að því að rekstur sé:
a. Byggður á nákvæmri áætlanagerð, þar sem leitast er við að byggja á eins traustum forsendum og unnt er á hverjum tíma.
b. Í samræmi við fjárheimildir, þar sem lögð er áhersla á að gæta aðhalds og hagkvæmni í ráðstöfun opinbers fjár.
c. Öllum ljós, þar sem upplýsingar um stöðu mála í rekstri skólans er kynntur hagsmunaðilum reglulega og leitast við að efla kostnaðarvitund innan skólans.
d. Sjálfbær, þar sem leitast er við að nýta og endurnýta auðlindir og auka þannig virðingu skólasamfélagsins fyrir náttúrunni og náttúruauðlindum.