Samþykkt á stofnfundi 25. maí 2002.
1. grein
Samtökin heita Hollvinasamtök Framhaldsskólans á Húsavík (skammst.: HFSH).
2. grein
Markmið samtakanna eru að auka tengsl FSH við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti, að styrkja og efla FSH eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt. Skal þess gætt að félagsmenn hafa greiðan aðgang að starfsemi og þjónustu skólans og að tekjum samtakanna sé ráðstafað í þágu FSH.
3. grein
Félagar teljast þeir sem greiða árgjöld til samtakanna.
4. grein
Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en 1. desember ár hvert. Á aðalfundi skal leggja fram skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga til samþykktar, kjósa stjórn og skoðunarmann reikninga til eins árs og ákveða félagsgjöld.
5. grein
Stjórn samtakanna skal skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum. Stjórn skiptir með sér verkum eftir aðalfund. Tveir aðalmenn í stjórn skulu hafa fasta búsetu á svæðinu. Í verkahring stjórnar er m.a. að:
a) gera árlega áætlun um hvaða þætti ber að styrkja innan skólans í samráði við skólameistara, starfsfólk skólans og stjórn NEF.
b) halda aðalfund.
c) varðveita félagaskrá samtakanna og skrá yfir alla brautskráða nemendur frá FSH.
d) veita félagsmönnum upplýsingar um starfsemi samtakanna a.m.k. einu sinni á ári.
e) innheimta og ráðstafa árgjöldum og öðrum fjárframlögum.
f) gera félagsmönnum kleift að fylgjast með og eiga hlutdeild í fjölþættri starfsemi FSH.
6. grein
Tekjur samtakanna eru félagsgjöld, söluhagnaður, frjáls framlög og arður. Fjárframlög má merkja ákveðinni starfsemi í skólanum, s.s. til félagsstarfa, tækjakaupa og/eða öðru því sem styrktaraðili óskar. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra.