Nemendur:
Skólinn hefur það hlutverk að stuðla að menntun og uppeldi nemenda með því að skapa þeim fjölbreytt tækifæri og trausta umgjörð til menntunar í víðum skilningi þess orðs.
Skólinn hefur það hlutverk að leggja rækt við einstaklingsbundna hæfileika nemenda, auka þekkingu þeirra, hæfni og leikni á hinum ýmsu sviðum. Skólinn vill hvetja nemendur til sjálfstæðis, sjálfsaga, gagnrýninnar hugsunar og ígrundunar.
Skólinn hefur það hlutverk að undirbúa nemendur undir þátttöku í lýðræðissamfélagi, með því að þroska með þeim borgaravitund, virðingu fyrir sjálfum sér, samborgurum sínum og umhverfi.
Skólinn hefur það hlutverk að gera nemendur hæfari til þess að takast á við frekara nám og þátttöku í atvinnulífi og stuðla þannig að velferð þeirra og farsæld í einkalífi, námi og starfi.
Nærsamfélagið:
Skólinn er öllum opinn og leggur áherslu á að þjóna íbúum í Þingeyjarsýslum. Hann hefur ákveðnar skyldur við sitt nærsamfélag og leitast við að bjóða íbúum þess eins fjölbreyttar leiðir til menntunar og mögulegt er.
Skólinn hefur það hlutverk að miðla þekkingu og reynslu til annarra skóla í héraðinu, stofnana, fyrirtækja og stjórnvalda.
Skólinn hefur það hlutverk að styrkja jákvæð viðhorf til búsetu á svæðinu.
Samfélagið:
Skólinn hefur það hlutverk að miðla til nemenda menningu samfélagsins og þroska með þeim hæfni til virkrar þátttöku í mótun þess og framþróun á sem flestum sviðum.
september 2014