Húslestur

Húslestur er tímarit sem hefur verið gefið út við Framhaldsskólann á Húsavík í 31 ár. Nú síðustu ár einungis á vefnum en í upphafi á pappírsformi. Tilgangur Húslestursins er að miðla upplýsingum til nemenda á auðveldann og skiljanlegan máta. Hann kemur út fimm sinnum á önn. Hann hefur að geyma ýmsar upplýsingar fyrir nemendur og forráðamenn sem eru nauðsynlegar þeim er varða námið. Hér til hliðar finnið þið afrit af Húslestrum annarinnar.