Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur fyrir foreldra nýnema í Framhaldsskólanum á Húsavík. Fundurinn gekk mjög vel fyrir sig. Boðið var uppá léttar veitingar. Þar fengu foreldrar kynningu frá Valgerði Gunnarsdóttur skólameistara, Elínu Pálmadóttur náms- og starfsráðgjafa, Rakel Dögg Hafliðadóttur félags og forvarnarfulltrúa, stjórn nemendafélagsins kynnti sín störf og fyrirhugaða viðburði, Díana Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnti þá þjónustu sem hún býður nemendum uppá og Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari og áfangastjóri fór yfir nám og reglur í skólanum. Einnig kynnti Kristey Þráinsdóttir störf foreldrafélagsins fyrir mögulegum nýjum þátttakendum.
Að því loknu fengu foreldrar kynningu á húsnæði skólans. Margir áttu góðar minningar héðan sem rifjuðust upp þegar farið var að skoða húsnæðið sem hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu árum. Foreldrar mættu vel á fundinn og við hlökkum til þess að starfa með þessum flotta hópi og börnunum þeirra á næstu árum.