Sveitarstjórn kemur í heimsókn í FSH.

Sveitarstjórn Norðurþings kom í heimsókn í Framhaldsskólann á Húsavík fimmtudaginn 31. október til þess að halda þar 148. fund sinn.

Af því tilefni var salurinn opnaður og nemendur gátu fylgst með framvindu mála í sveitarstjórn. Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið þétt þar sem 40 atriði voru á dagskrá fundarins.

Nemendur fylgdust með af athygli og er það frábært framtak að færa stjórn sveitarfélagsins nær ungmennunum og kynna þau fyrir stjórnsýslunni á svo lifandi hátt.