Í liðinni viku fengum við í Framhaldsskólanum á Húsavík heimsókn frá skólanum Savukosken lukio í Finnlandi.
Hópurinn sem heimsótti okkur kom til landsins á styrk frá Erasmus+ og var yfirskrift verkefnisins áhrif loftlagsbreytinga á norðlægum slóðum.
Hópurinn samanstóð af nemendum, kennurum og skólastjórnanda.
Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík og Savukosken lukio héldu kynningu þar sem þau fóru yfir áhrif loftlagsbreytinga í sínu nærumhverfi, í framhaldinu voru haldnir umræðuhópar þar sem niðurstöður voru bornar saman og þær loks kynntar.
Gestirnir heimsóttu kennslustundir og fengu að kynnast almennu skólastarfi.
Farið var í jarðfræðiferð til Mývatnssveitar með gestina og nemendur okkar úr áfanganum AUUM1AU05(11) umhverfis- og auðlindafræði þar sem farið var í Dimmuborgir, Námaskarð, Grjótagjá, Fuglasafn Sigurgeirs, Daddi's pizza og Jarðböðin.
Heimsóknin var mjög vel heppnuð í alla staði og eiga nemendur okkar og starfsfólk mikið hrós skilið fyrir góðar móttökur.