Nemendur og starfsmenn ásamt Höllu Tómasdóttur forseta lýðveldisins
Fimmtudaginn 13.febrúar síðastliðinn lagði stór hluti nemenda og starfsfólks Framhaldsskólans á Húsavík í menningarferð til Bessastaða. Lagt var á stað frá FSH klukkan 10:30. Nokkur stopp voru á leiðinni en þegar til Reykjavíkur kom var fyrsta stopp Shake & Pizza þar sem okkar beið dýrindis pizzahlaðborð. Að því loknu héldum við í diskókeilu í Keiluhöllinni þar sem nemendur sýndu mikla takta. Gist var í Íþróttahúsinu Dalshúsi í Grafarvogi.
Á föstudagsmorgni fóru nemendur í sitt fínasta púss, þar sem ferðinni var heitið til Bessastaða að hitta forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Hópurinn fékk gríðarlega góðar móttökur hjá Höllu sem ræddi við þau um jafnrétti, ofbeldi og mildi svo eitthvað sé nefnt. Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari færði Höllu gjöf frá skólanum auk þess sem Hrefna Björk Hauksdóttir formaður Nemendafélags Framhaldsskólans á Húsavík færði Höllu gullmerki skólans að gjöf. Að móttöku lokinni fengu nemendur og starfsfólk leiðsögn um Bessastaði og kynntu sér sögu staðarins og fyrrum forseta lýðveldisins. Að heimsókninni lokinni fór hópurinn í mathöllina í Kringlunni og við tók stutt stopp þar áður en haldið var heim á leið.
Ferðin gekk vel og ríkir mikil ánægja meðal hópsins með móttökurnar á Bessastöðum.
Hér má sjá frétt af forseti.is
Hér að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir úr ferðinni.



