Í dag fengum við kennaraheimsókn frá Frieslandi í norður Hollandi en öll kenna þau við Matrix Lyceum.
Þau fengu kynningu á Framhaldsskólanum á Húsavík og farin var skoðunar ferð um skólann, þau hittu á nemendur og endað var á kaffisopa og spjalli sem allir höfðu mikið gagn og gaman af.
Hópurinn gistir í tvær nætur hér á Húsavík og þau ætla að nýta sér þá afþreyingu sem Norðurþing hefur uppá að bjóða á vormánuðum sem er einstaklega ánægjulegt.
Í næstu viku fáum við aðra skólaheimsókn til okkar en þá verða á ferð kennarar og nemendur frá Finnlandi sem ætla að vera með okkur í þrjá daga, meira um það síðar.