Skólafundur

Þriðjudaginn 8. október var haldinn skólafundur í FSH.

Kristján Gunnar Óskarsson sálfræðingur flutti erindi um tilfiningar og ofbeldi.

Nemendum var skipt upp í hópa og veltu fyrir sér eftirfarandi spurningum og niðurstöður voru kynntar í lok fundar.

  • Hverja teljið þið helstu orsökina fyrir ofbeldi?
  • Erlendis?
  • Hérlendis?
  • Hvers vegna fjölgar vopnuðum árásum hérlendis?
  • Hvað getum við gert til að sporna við auknu ofbeldi?
  • Refsing vs. fræðsla?

Við erum virkilega ánægð með fundinn og nemendur okkar sem komu saman upp í pontu og gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum.

Rík þörf er fyrir umræður af þessum toga vegna áberandi þróunar í samfélaginu okkar um þessar mundir.