Góðan dag.
Við viljum vekja athygli á hvar rafhleðslustöðvar er að finna í nágrenni við Framhaldsskólann á Húsavík.
í nánasta umhverfi okkar er í boði að hlaða rafbíla á eftirtöldum stöðum:
- Við Fosshótel Húsavík eru fjórar rafhleðslustöðvar í 400 metra fjarlægð (á bíl) frá Framhaldsskólanum á Húsavík.
- Við Stjórnsýsluhús Norðurþings er ein rafhleðslustöð í 500 m fjarlægð (á bíl) frá Framhaldsskólanum á Húsavík.
- Við Orkuna er ein rafhleðslustöð í 800 m fjarlægð (á bíl) frá Framhaldsskólanum á Húsavík.
Við hvetjum nemendur, starfsfólk og aðra sem koma í Framhaldsskólann á Húsavík að ferðast til skólans og frá skólanum á sem umhverfisvænastan máta og nýta sér rafhleðslustöðvar á ofangreindum stöðum.