Opið hús á morgun

Opið hús verður í Framhaldsskólanum á Húsavík þriðjudaginn 4. mars kl. 17:00.
Foreldrar og forráðamenn barna í 10.bekk eru sérstaklega hvött til að mæta.
Við ætlum að kynna fyrir ykkur starfsemi Framhaldsskólans á Húsavík.
Farið verður yfir námsframboð, félagslíf, þjónustu og annað sem skiptir börnin okkar máli.
Boðið upp á kaffi og með því.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.