Mánudaginn 3. febrúar fengum við nemendur úr 10. bekk Borgarhólsskóla í heimsókn til okkar. Stjórn Nemendafélags FSH (NEF) sá um kynninguna og stóð sig með stakri prýði. Nemendur fengu kynningu á námsframboðinu, skólanum, félagslífinu og svo fóru þau í gönguferð um skólann með NEF.
Að lokum var öllum nemendum boðið upp á veitingar. Útskriftarnemar bökuðu skúffukökur og Elín Kristjánsdóttir bakaði dýrindis skinkuhorn auk þess sem boðið var upp á ýmsar aðrar kræsingar.
Við þökkum nemendum Borgarhólsskóla kærlega fyrir komuna.


