Hér má sjá nokkra af fulltrúm FSH með gullverðlaunin ásamt þjálfurum sínum.
Undanfarna daga hafa nokkrir nemendur Framhaldsskólans á Húsavík tekið þátt í Norður - Evrpóumótinu í blaki sem fór fram í Ikast í Danmörku.
Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland vinnur til gullverðlauna á slíku móti. Þar á Framhaldsskólinn á Húsavík fjóra fulltrúa.
Íslenska drengjalandsliðið var einnig að keppa á sama móti. Þar á Framhaldsskólinn á Húsavík einn fulltrúa.
Við óskum nemendum okkar innilega til hamingju með árangurinn!