Nægjusamur nóvember

Landvernd stendur fyrir verkefninu nægjusamur nóvember ár hvert.

Hvað er nægjusamur nóvember?

Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.

Í nóvember ætlum við að tileinka okkur nægjusemi og hvetjum sem flest að vera með!

Á heimasíðu Landverndar má finna nytsamlegar upplýsingar, myndskeið, verkefni o.fl. sem hjálpar okkur að tileinka okkur góða ávana og minnir okkur á að standa vörð um umhverfið okkar fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir.