Fimmtudaginn 18.04.2024, sýndi NEF - nemendaráð Framhaldsskólans á Húsavík, samnemendum sínum myndbandið #MeToo bylting framhaldsskólanna - Samþykki, mörk og náin samskipti. Myndbandið er liður í forvarnar- og fræðsluátaki Mennta- og barnamálaráðuneytisins. NEF bakaði kökur og gaf öllum nemendum áður en haldið var í Hvalasafnið á Húsavík þar sem sýning myndbandsins fór fram. Nemendur fengu síðan mæru á meðan á sýningu þess stóð. Það er von okkar að myndbandið veki þau til umhugsunar og skapi gagnrýna umræðu.
Við þökkum Hvalasafninu kærlega fyrir móttökurnar.