Matur

Nemendum FSH býðst að fara í mat í Borgarhólsskóla alla virka daga frá kl. 11:30-12:05.

Hver máltíð kostar 935 kr.

Vegna framkvæmda á mötuneytisaðstöðu Borgarhólsskóla hefst matur ekki fyrr en mánudaginn 26. ágúst.

Nemendur sækja sér matarmiða til ritara í FSH sem heldur utan um skráningu og reikningur kemur á heimabanka forráðamanna ef nemandi er undir 18 ára en á nemendur sjálfa eftir að þeir verða 18 ára.