Þessi vika er “lýðræðisvika” í framhaldsskólum landsins.
Áherslan þessa vikuna frá mánudegi til fimmtudags er að efla lýðræðisvitund okkar nemenda, í samhengi við Alþingiskosningar sem verða á Íslandi 30.nóvember.
Ákveðið var að áherslan yrði á jafningagrundvelli hjá okkur, þar sem fróðleikur og útskýringar yrðu á höndum stjórnmálafræðinema í FSH.
Nemendur í stjórnmálafræði hafa verið að kynna sér alla flokka (út frá heimasíðum flokkanna), útlitsta framboðslista í okkar kjördæmi, taka saman helstu stefnumál flokkanna, útskýra hvað Alþingi er, útskýra hvernig kosið verður í raunveruleikanum 30.nóvember og ýmislegt fleira.
Nemendur hafa sett upp upplýsingahorn í skólanum þar sem nemendur skólans geta kynnt sér málin, þar liggja bæklingar og í bæklingunum eru kóðar þar sem nemendur og starfsfólk getur fylgst með öllum samfélagsmiðlum og vefsíðum flokkanna.
Fimmtudaginn 21. nóvember fara fram Skuggakosningar. Settur verður upp “kjörstaður” þar sem allir staðnemar skólans eru á kjörskrá og mæta til að kjósa sitt stjórnmálafl við eins raunverulegar aðstæður og hægt er – s.s. fá þjálfun í að kjósa. Rannsóknir sýna að þeir sem hafa tekið þátt í Skuggakosningum, eru líklegri til að mæta á raunverulegan kjörstað og nýta kosningaréttinn sinn.
Nemendur í stjórnmálafræði eru í kjörstjórn, Elmar Ægir er oddviti kjörstjórnar.
Nemendur að kynna sér framboðin.