Listaverk Hrings í lagfæringu.

Málverk Hrings í anddyri Framhaldsskólans á Húsavík.
Málverk Hrings í anddyri Framhaldsskólans á Húsavík.

Í anddyri Framhaldsskólans á Húsavík er að finna eina perlu úr málverkasafni skólans. Þar málaði Hringur Jóhannesson (f.1932 – d.1996) sögu landnáms við Skjálfanda. Málverkið heitir Náttfari og var málað árið 1972 og hefur tekið á móti nemendum framhaldsskólans frá stofnun hans árið 1987. Þar sem verkið er málað á steyptan vegg hefur það orðið fyrir skemmdum í tímans rás. Síðla sumars 2024 kom sonur Hrings, Þorri Hringsson (f.1966) listmálari til okkar í Framhaldsskólann á Húsavík og vann að lagfæringum á verkinu sem lauk við upphaf skóla. Verkið hefur sjaldan litið betur út og er nú eins og nýtt. Við þökkum Þorra kærlega fyrir hans góðu störf.

Þorri Hringsson með eitt af sínum verkum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson