Lífshlaupið 2021 var ræst í gær, miðvikudaginn 3.febrúar og stendur til 16. febrúar n.k.
Við hvetjum við þá sem ekki eru skráðir nú þegar til að gera það hér.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.
Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.
Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti landlæknis.
Framhaldsskólinn á Húsavík hefur titil að verja.
Nemendur hlutu 1.sæti fyrir flestar mínútur og 2.sæti fyrir festa daga árið 2020.
Við munum gera okkar besta til að halda áfram þessum góða árangri.