Lengri opnun í prófatíð og sala á eldri prófum

Kæru nemendur.

Frá og með föstudeginum 6.desember verður lengri opnunartími í Framhaldsskólanum á Húsavík vegna prófatíðar.

Þetta á einnig við á meðan prófatíð stendur yfir.

Helgar 10:00 - 22:00

Virkir dagar 08:00 - 22:00

Sala eldri prófa hefst einnig í dag, stykkið kostar 1.000 kr. skv. gjaldskrá skólans.

Ekki eru seld eldri próf í öllum áföngum svo endilega hafið samband við Örnu Ýr ritara fyrir nánari upplýsingar.