Þorsteinn V. Einarsson. Mynd tekin af karlmennskan.is
Miðvikudaginn 27. október síðastliðinn fengum við skemmtilega heimsókn frá Þorsteini V. Einarssyni. Þorsteinn heldur úti vefnum karlmennskan.is. Karlmennskan er hreyfiafl á Instagram og Facebook þar sem reglulega birtast fræðslupóstar. Einnig heldur hann úti hlaðvarpinu Karlmennskan þar sem birtast vikulegir þættir. Umfjöllunarefnið er eins og nafnið gefur til kynna hugmyndir okkar um karlmennskuna og hverning hún tengist líðandi stund. Hann opnar á ýmsa umræðu og hefur aðhald. Markmiðið er eins og segir á karlmennskan.is að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæða karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.
Þorsteinn kom og ræddi við nemendur og kennara um eitraða karlmennsku, kynjafræði, staðalímyndir og hvernig við getum haft áhrif til batnaðar. Nemendur og starfsfólk voru mjög ánægð með fyrirlesturinn og við þökkum Þorsteini kærlega fyrir komuna og fyrir fróðlegt erindi.