Íþróttavika Evrópu

Nú stendur yfir íþróttavika Evrópu dagana 23. til 30. september.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Elín Pálmadóttir hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá fyrir alla vikuna svo sem sundlaugarpartý, gryfjubolta, jóga, göngutúr, crossfit, spinning, absolute training ásamt ýmsu öðru og hollum veitingum.

Það er óhætt að segja að nemendur FSH hafi verið vel virk þessa vikuna og líkur starfsfólk skólans fjörinu með þeim á morgun í blaki.