Í ljósi aukins fjölda smita undanfarið í samfélaginu hefur verið ákveðið að bjóða nemendum að notast við andlitsgrímu kjósi þeir það. Grímum hefur verið komið fyrir í kennslustofum sem nemendur geta nýtt sér að kostnaðarlausu.
Grímuskylda er ekki í Framhaldsskólanum á Húsavík að svo stöddu. Hér fyrir neðan sjáið þið leiðbeiningar um grímunotkun.
Gæta þarf ítrasta hreinlætis við notkun á grímum.
Hlífðagrímur grípa dropa úr öngunarvegi þeirra sem þær bera og draga úr líkum á að dropar frá öðrum berist í öndurnarveg einstaklinga. Með því má minnka hættu á því að COVID-19 smit berist milli fólks.
ATH: Grímunotkun kemur ekki í staðinn fyrir nándarreglu um minnst eins metra fjarlægð milli fólks né í stað fyrir almennra sýkingavarna sem alltaf skal viðhafa, þ.e. handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum.
Notkun:
Grímur skal snetra sem minnst og skipta um grímu þegar hún er orðin rök eða skemmd á einhvern hátt. Notuð gríma er menguð af örverum, sem eru alla jafna í munnvatni.
Alltaf þarf að þvo eða spritta hendur eftir snertingu við grímuna.
Æskilegt er að miða að hámarki við 4 klukkustunda uppsafnaða eða samfellda notkun og henda þá grímunni í ruslafötu.
Margnota grímur má einnig nota en nauðsynlegt er að þær séu úr efni sem má þvo og þarf að lágmarki að þvo þær daglega. Sama gildir um margnota grímur og einnotagrímur, þær mengast að innan og utan og því á að snerta þær sem allra minnst. Þvo eða spritta skal heldur á eftir.