Nýverið gaf GPG fiskverkun Framhaldsskólanum á Húsavík milljón króna til frekari uppbyggingar til rafíþrótta iðkunar. Styrkurinn gerði það kleift að hægt var að fjölga tölvum úr fimm yfir í átta. Aðstaðan er því orðin gríðarlega öflug og er nýtt af nemendum FSH og Borgarhólsskóla.
Með þessari myndarlegu viðbót opnast ýmsir möguleikar og tækifæri til að byggja upp félagsstarf í kringum rafíþróttir.
Framhaldsskólinn á Húsavík þakkar GPG kærlega fyrir veittann stuðning.
Hér má sjá frétt af 640.is um málið