FSH keppir í fyrstu umferð Gettu betur.

Lið FSH í Gettu betur, Kristján, Axel og Rakel.
Lið FSH í Gettu betur, Kristján, Axel og Rakel.

Lið Framhaldsskólans á Húsavík keppir mánudaginn 13. janúar við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í fyrstu umferð Gettu betur.

Liðið skipa Axel Tryggvi Vilbergsson, Kristján Ingi Smárason og Rakel Hólmgeirsdóttir.  Varamaður Inga María Ciuraj. Viðureignin fer fram klukkan 18:30 og verður í beinni útsendingu á www.ruv.is.

Við óskum þeim góðs gengis!

Hér má sjá liðið í stífum undirbúningi ásamt þjálfara sínum, Björgvini Friðbjarnarsyni. Fv. Björgvin, Kristján, Axel, Rakel og Inga.