FSH áfram í Gettu betur.

Þriðja og síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar Gettu betur fór fram í gær, mánudaginn 13. janúar. FSH keppti við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og bar sigur úr býtum 22-18.

Dregið var í aðra umferð keppninnar þar sem FSH mætir Menntaskólanum í Hamrahlíð, ríkjandi meistörum og handhöfum hljóðnemans, 23. janúar næstkomandi. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Innilega til hamingju með frábæran árangur krakkar! Við erum stolt af ykkur!