Nýnemadagar og nýnemaferð

Nú er nýnemadögum lokið þessa önnina við Framhaldsskólann á Húsavík.

Nemendafélag FSH tók vel á móti nemendum þegar þeir komu til náms og hefur haldið úti skemmtun í löngu frímínútunum okkar auk kvöldskemmtunar fyrir nemendur.

Hápunktur nýnemadaga var svo árleg nýnemaferð sem farin var í gær, fimmtudaginn 26. ágúst.
Ferðin byrjaði þar sem stjórn nemendafélagsins grillaði ofan í nemendur og starfsfólk skólans. Því næst kom rúta frá Fjallasýn sem sótti nemendur og fór með þá í óvissuferð. Nemendur fóru í fótboltagolf, leiki í Kjarnaskógi og síðan í pizzahlaðborð á Greifanum á Akureyri. Síðan var brunað aftur til Húsavíkur þar sem nemendur fóru í hvalaskoðun með Gentle Giants á RIB bátunum þeirra. Nemendur og starfsfólk eru mjög ánægð með hvernig til tókst og ánægjulegt að félagslífið sé farið á stað þennan veturinn.

Facebook síða NEF

Instagram síða NEF

 

 

 

Fleiri myndir væntanlegar eftir helgi hér á heimasíðu FSH.