01.03.2023

Vikunar líða hver af annarri og mikið annríki hefur ríkt hjá öllum í FSH.

Líf og fjör hefur einkennt síðast liðina daga í skólanum en í næstu viku hefjast Dillidagar og er nemendafélag og árshátíðanefnd skólans í miklum undirbúningi fyrir þá.

Dillidagar eru uppbrots vika þar sem nám fer fram með allt öðrum hætti en vanalega. Nemendum er skipt upp og þeir mæta í smiðjur, leysa þrautir, mæta á kvöldvökur, sprella í íþróttahöllinni, svo ekki sé minnst á DilliCup leikana sem fara fram á föstudaginn. Dillidögum líkur síðan með glæsilegri árshátíð að vanda.

Í dag er starfsfólk skólans í Reykjavík á starfsþróunardegi starfsmanna sem er haldinn í 13. framhaldsskólum á höfðurborgarsvæðinu og alls 21. framhaldsskóli sækir.

Kjördæmavika er yfirstaðin og fengum við heimsókn á þriðjudaginn frá Vinstri Grænum og á fimmtudaginn frá Samfylkingunni. Mjög góðar og þarfar samræður áttu sér stað og kunnum við vel að meta heimsóknirnar báðar.

Dagskrá Dillidaga verður birt fljótlega á facebook síðu NEF - Mæum með að fylgja NEF einnig á instagram.

Góða helgi