Tónlistarnám metið til eininga

Kæru nemendur

Við viljum benda ykkur á samstarf sem FSH á í við Tónlistarskólann á Húsavík. Nemendum FSH stendur til boða að taka áfanga í tónlistaskólanum og fá það metið til eininga í FSH. Hérna sjáið þið áfanga sem eru í boði.

TÓNLISTARSKÓLI HÚSAVÍKUR, 2020-2021

Nemendur sem stunda nám í hljóðfæraleik eða söng við Tónlistarskóla Húsavíkur og vilja fá námið metið til eininga í grunnskólum eða framhaldsskólum, þurfa að vinna samkvæmt námsáætlun og ná settum markmiðum til að fá einingar fyrir námið. Nemendum ber að sækja tiltekinn fjölda tónleika á önn og koma fram á tónleikum; nánar er kveðið á um þetta í námsáætlun. Einnig eru nemendur hvattir til að taka þátt í samspili eða samsöng við hæfi. Gert er ráð fy rir 100% mætingu og reglur um skólasókn fylgja reglum þess grunn- eða framhaldsskóla sem nemandinn er í.

Hljóðfæranám

Þrep: 1. þrep

Einingar: 3 einingar

Lýsing: Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í hljóðfæraleik. Nemandinn vinnur með fjölbreytt verkefni, lærir að spila ólíka tónlistarstíla og þjálfist í nótna- og hljómalestri, spuna, líkamsbeitingu og tækni til að ná sem bestri færni á hljóðfæri sitt. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð, tileinki sér árangursríka námstækni og nýti þau hjálparg&oum l;gn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum.
Nemendur eru hvattir til að taka þátt í samspili við hæfi (sjá námslýsingu fyrir neðan). Nemandi í hljóðfæranámi borga ekki skólagjald fyrir samspil.

Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið og gerir námsáætlun fyrir hverja önn í samráði við hljóðfærakennara sinn þar sem m.a. kemur fram hvernig námsmati skuli háttað.

Söngnám

Þrep: 1. þrep

Einingar: 3 einingar

Lýsing: Áfanginn er verklegur og einstaklingsmiðaður þar sem nemandi sækir einkatíma í söng. Nemandi vinnur með fjölbreytt verkefni, lærir um mun á ólíkum tónlistarstílum og þjálfast í tækni, líkamsbeitingu og spuna. Nemendur þjálfast líka í nótnalestri, túlkun, sviðsframkomu og hvað það er að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér &aa cute;rangursríka námstækni.
Nemendur eru hvattir til að taka þátt í samsöng við hæfi (sjá námslýsingu fyrir neðan). Nemandi í söngnámi borga ekki skólagjald fyrir samsöng.

Námsmat: Nemandinn setur sér námsmarkmið og gerir námsáætlun fyrir hverja önn í samráði við söngkennara sinn þar sem m.a. kemur fram hvernig námsmati skuli háttað.

Hljóðfærasamspil, hljómsveit

Þrep: 1.

Einingar: 2

Fjöldi nemenda í hópi: 3-5

Lýsing: Áfanginn miðar að því að nemendur þjálfist í samspili, inntónun og túlkun mismunandi tónlistarstíla. Í áfanganum æfa nemendur ýmsa þætti s.s. hljóma-og nótnalestur, samstarf, spuna, túlkun, að stilla saman hljóm (inntónun), framkomu, færni á eigið hljóðfæri og að leiða/fylgja. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð, tileinki sér árangursríka námstækni og nýti þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með fo rritum, á vef eða í bókum. Hljómsveitin æfir saman 1. klst á viku.

Námsmat: Hljómsveitin flytur 2-3 lög á tónleikum í lok annar og er tónlistarflutningurinn metinn eftir túlkun, færni, inntónun, samhæfingu og samhljóm hljómsveitar og sviðsframkomu.

Samsöngur:

Þrep: 1.

Einingar: 2

Fjöldi nemenda í hópi: 3-8

Lýsing: Nemendur syngja fjölbreytta tónlist í röddum, með eða án undirleiks, og læra að nota mismunandi raddbeitingu eftir því sem við á. Nemendur læra um aðal- og aukaraddir, að stilla saman hljóm (inntónun), takt og margvísleg túlkunaratriði tónlistarinnar, bæði með og án stjórnanda. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð, tileinki sér árangursríka námstækni og nýti þau hjálpargögn sem aðgengileg eru me&et h; forritum, á vef eða í bókum. Sönghópurinn æfir saman 1 klst. á viku.

Námsmat: Sönghópurinn flytur 2-3 lög á tónleikum í lok annar og er tónlistarflutningurinn metinn eftir túlkun, færni, inntónun, samhæfingu og samhljóm söngvara og sviðsframkomu.

 

Ef þið hafið frekari spurningar þá getið þið komið til Halldórs aðstoðarskólameistara.