Elísabet heiðruð af forsetanum.

Elísabet Ingvarsdóttir ásamt Höllu Tómasdóttir forseta og Karolínu Kr. Gunnlaugsdóttir kennara sínum…
Elísabet Ingvarsdóttir ásamt Höllu Tómasdóttir forseta og Karolínu Kr. Gunnlaugsdóttir kennara sínum.

Síðastliðinn laugardag, 7. desember, afhenti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands verðlaun vegna Forvarnardagsins, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Elísabet Ingvarsdóttir nemandi Framhaldsskólans á Húsavík hlaut verðlaun í flokki verkefna hjá framhaldsskólum. Elísabet kynnti forvarnarverkefnið sitt fyrir forseta lýðveldisins og öðrum viðstöddum á Bessastöðum.

Forvarnardagurinn var haldinn í nítjánda skiptið, 2. október síðastliðinn, í grunn og framhaldsskólum landsins. Þar ræddu nemendur um nýjustu niðurstöður rannsókna fyrir þeirra aldurshóp og hugmyndir að samveru, íþrótta- og tímstundastarfi og áhrif þessa þátta á þeirra líf. Nemendur í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla gátu svo tekið þátt í verkefni þar sem þemað var leikir sem stuðla að samveru fjölskyldunnar og vina. Elísabet útfærði mjög fallegt hugtakakort í tengslum við fjölskylduleiki og hlaut verðlaun fyrir.

Við erum mjög stolt af Elísabetu og óskum henni til hamingju!

Elísabet kynnir verkefnið sitt.