Í upphafi mars héldum við Dillidaga hátíðlega í Framhaldsskólanum á Húsavík. Nemendafélag skólans var þá búið að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir nemendur skólans. Dillidagar eru uppbrotsdagar sem eru haldnir árlega í FSH.
Dillidagar hófust þriðjudaginn 1. mars, nemendur komu þá til skóla og mynduðu lið og kepptu í hinum ýmsu þrautum, svo sem gryfjubolta, sundþrautum og þrautakeppni í íþróttahöllinni. Það myndaðist frábær stemning meðal nemenda og einnig hjálpuðu nemendur Borgarhólsskóla mikið til og tóku virkan þátt í því að hvetja liðin áfram.
Einnig var boðið uppá smiðjur í Zumba, húsasmíði og Escape room. Nemendafélagið hélt úti kvöldvökum, pizzahlaðborðum.
Dillicup fór svo fram að vanda samhliða dagskrá Dillidaga. Þar var keppt í tveggja manna liðum sem tóku þátt í ýmsum skemmtilegum keppnum.
Dagskrá Dillidaga lauk svo með frábærri árshátíð.
Sigurvegarar Dillileikanna voru Græna liðið.
Sigurvegarar í Dillicup voru Guðrún Þóra og Andri Már.
Við þökkum nemendafélaginu okkar og árshátíðarnefnd fyrir frábæra skemmtun.
Einnig þökkum við foreldrum og fyrirtækjum sem studdu vel við nemendur okkar á Dillidögum.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Dillidögum.