Dillidagar 2021

Dillidagar fóru fram í Framhaldsskólanum á Húsavík dagana 1.-5. mars.

Á Dillidögum var öll vikan undirlögð af óhefðbundinni kennslu og mikilli skemmtun.
Stjórn Nemendafélags skólans sá um að skipuleggja smiðjur og viðburði.

Dillicup fór fram að venju, þar skipa nemendur lið og keppa tveir og tveir saman í hinum ýmsu þrautum.
Avengers skipað þeim Arnari Pálma Kristjánssyni og Elmari Erni Guðmundssyni sigruðu keppnina í ár.

Á Dillidögum var einnig liðakeppni þar sem stjórn Nemendafélagsins skipti nemendum skólans upp í þrjá hópa sem kepptu innbyrðis í ýmsum þrautum.

Starfsfólk skólans nýtti tímann vel í skyndihjálparnámskeið og fengu fræðslu frá Láru Stefánsdóttur, skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, í viðbragðsáætlunum. 

Tvær kvöldvökur voru haldnar og kom Foreldrafélag Framhaldsskólans á Húsavík að þeim meðal annars með kjúklingasúpu og tilheyrandi. Allt endaði þetta á stórglæsilegri árshátíð sem árshátíðarnefnd skólans stóð fyrir. Árshátíðin var stórgóð, flottir skemmtikraftar í fjarfundi og glæsileg skemmtiatriði frá nemendum og starfsfólki.

Dillidagar eru alltaf skemmtilegur viðburður en þeir voru einstaklega góðir í ár, þökk sé virkilega öflugu og duglegu nemendafélagi! Nemendur voru greinilega þakklátir fyrir að fá loksins að hittast og gera eitthvað skemmtilegt en ekkert hefur mátt gera vegna sóttvarnarlaga.

Við vonumst til að geta haldið fleiri stóra og skemmtilega viðburði á næstunni.

Hér má sjá Instagram reikning Nemendafélags FSH og hér er Facebook síða þeirra.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Dillidögum 2021

No description available.

No description available.

No description available.

No description available.

No description available.

 

May be an image of 2 people, people sitting and indoor

May be an image of one or more people and indoor