Dagur náttúrunnar

Ljósmynd Viktor Smári
Ljósmynd Viktor Smári

Í dag var dagur náttúrunnar haldinn hátíðlegur í Framhaldsskólanum á Húsavík. Nemendur fóru þá út í gönguferðir og fönguðu haustlitina og náttúruna í nærumhverfinu á stafrænt form. Nemendur unnu með ákveðin þemu. Annars vegar náttúruleg náttúra, náttúrulegt umhverfi sem er allt í kringum okkur, sem ekki er manngert, svo sem landslag, plöntur og dýralíf. Hins vegar manngerð náttúra, breytingar á náttúru og umhverfi af mannanna völdum.

Hér að neðan sjáið þið nokkrar af þeim myndum sem nemendur tóku.

.