Brautskráning frá FSH

Nýstúdentar
Nýstúdentar

Brautskráning Framhaldsskólans á Húsavík fór fram við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju í blíðskaparveðri, laugardaginn 25. maí síðastliðinn. Þá brautskráðust 30 nemendur frá skólanum, einn af starfsbraut, níu af heilsunuddbraut og tuttugu af stúdentsbrautum.

Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari stýrði athöfn, flutti ræðu, auk Halldórs Jóns Gíslasonar aðstoðarskólameistara og Rakelar Daggar Hafliðadóttur kennara og félags- og forvarnarfulltrúa. Ræðu nýstúdenta fluttu Birta María Eiðsdóttir og Hreinn Kári Erluson.

Dúx Framhaldsskólans á Húsavík var Andri Már Sigursveinsson.

Við viljum koma á framfæri einlægu þakklæti til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem studdu okkur með gjöfum til útskriftarnema við þessa fallegu athöfn.


Andri Már Sigursveinsson með viðurkenningu fyrir DÚX.


Nýútskrifaðir heilsunuddarar.


Sigþór Orri Arnarson við útskrift.