22. maí síðastliðinn útskrifuðust 21 nemandi frá Framhaldsskólanum á Húsavík við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju. Fjöldatakmarkanir gerðu það að verkum að aðeins útskriftarnemendur, nánustu aðstandendur og starfsfólk skólans gátu verið viðstödd athöfnina. Hátíðarræður fluttu Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari, Halldór Jón Gíslason aðstoðarskólameistari og Bergdís Björk Jóhannsdóttir nýstúdent. Athöfninni var streymt á facebooksíðu skólans þar sem aðstandendur og velunnarar gátu fylgst með.
Mikill fjöldi fyrirtækja og samtaka komu að því að veita nemendum gjafir fyrir góðan námsárangur og félagsstörf í þágu skólans þetta árið og sýna þannig stofnuninni og nemendum mikla velvild. Kasper Jan S Róbertsson útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi að þessu sinni.
Við starfsfólk Framhaldsskólans á Húsavík óskum útskriftarnemum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með áfangann.
Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir sem Pétur ljósmyndari tók.