Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn
Það liggur nú ljóst fyrir að nemendur Framhaldsskólans á Húsavík verða ekki kallaðir inn í skólann á þessari önn.
Kennsla verður því áfram með því sniði sem hún hefur verið undanfarnar vikur.
Ný stundaskrá fyrir síðustu kennsludagana verður send til ykkar í næstu viku. Kennslu lýkur formlega 6. maí. Próf hefjast síðan 8. maí samkvæmt próftöflu.
Fyrirkomulag lokaprófa er með þeim hætti að nemendur taka heimapróf í hverri grein í gegnum netið.
Vægi hvers prófs er í samræmi ákvörðun kennara í hverju fagi og nemendur munu fá upplýsingar um frá sínum kennurum.
Próftími er 2 klukkustundir í hverri grein. Próftöflu vorannar 2020 má finna hér.
Það er afar mikilvægt að þið undirbúið ykkur vel, mætið stundvíslega í prófið á netinu og nýtið próftímann vel.
Prófinu þarf að skila á netinu innan þess tíma sem ætlaður er í prófið. Þegar próftíminn er búinn, lokast fyrir prófið á netinu.
Þið fáið allar ítarlegri og nauðsynlegar upplýsingar frá Halldóri Jóni áður en prófalotan hefst.
Mætingar eru teknar í upphafi próftímans og eru tilkynntar samstundis til prófstjóra, Halldórs Jóns.
Þeir nemendur sem finna fyrir prófkvíða, hafa nú eins og alltaf, aðgengi að námsráðgjafa skólans.
Við þessar aðstæður hafa nemendur samband við Rakel námsráðgjafa í gegnum síma.
Gsm sími Rakelar er 8640753. Vinsamlegast hafið samband við hana á dagvinnutíma.
Við viljum taka fram að allt sem við skipuleggjum og framkvæmum við þessar aðstæður, fer eftir þeim fyrirmælum sem stjórnvöld gefa.
Framhaldsskólar á landsvísu eru að vinna á sama hátt og allt miðar að því að gæta öryggis og vinna gegn því að möguleg hópsmit geti komið upp, eða að veiran dreifi sér meðal okkar.
Allar upplýsingar um brautskráningu koma til útskriftarnemenda í sérstöku bréfi, en framhaldsskólar eru að samræma sig sem mest í því hvernig brautskráningu verður háttað, við þessar aðstæður þegar einungis 50 manns mega vera samankomnir á einum stað. En við höfum hafið undirbúning að þeirri athöfn og viljum auðvitað að hún verði sem hátíðlegust miðað við þær aðstæður sem okkur eru búnar nú. Rétt er fram komi að útskriftar nemendur eru væntanlega 18. Skólameistari og aðstoðarskólameistari verða óhjákvæmilega að vera við athöfnina og ljósmyndari. Miðað við 50 manns hámark viðstaddra, sýnist okkur að hver nemandi geti bara verið með einn gest með sér við þessa athöfn. Við stefnum að því að streymt verði á netið frá athöfninni, sem færi fram í Húsavíkurkirkju eins og fyrirhugað var. En eins og fyrr sagði koma ítarlegri upplýsingar í byrjun maí.
Gangi ykkur sem allra best í öllu ykkar námi og starfi.
Kær kveðja,
Valgerður og Halldór Jón