AFS kynning

Í dag fengum við kynningu frá AFS á Íslandi.
Brynhildur Sverrisdóttir nemandi við FSH og Friðrika Bóel Ödudóttir fyrrum nemandi FSH héldu kynningu fyrir okkur á starfi AFS hér á landi og erlendis, og þá möguleika sem í boði eru.
Þær hafa báðar farið sem skiptinemar og var virkilega gaman og fræðandi að heyra frásögn þeirra af sinni dvöl, Brynhildar frá Chile og Friðriku frá Frakklandi.

Þeir sem hafa áhuga á að fara erlendis í skiptinám, gerast fósturfjölskylda nú eða sjálfboðaliði geta kynnt sér málið á heimasíðu AFS