ÍSAN1FR05(21) - Íslenska sem annað mál - II

Framhaldsáfangi 2

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: ÍSAN1GR05(11)
Áfanginn er framhaldsáfangi í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem hafa takmarkað vald á íslensku. Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Bætt er við orðaforða og nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega auk þess sem textar verða smám saman lengri og þyngri. Nemendur læra að tjá sig við fjölbreyttari aðstæður eins og t.d. í verslun, tjá sig um áhugamál sín og um liðna atburði. Stuðst er við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á grunnatriði málfræðinnar og þjálfaður er framburður á stuttum setningum og orðum.

Þekkingarviðmið

  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
  • grundvallarþáttum íslenska málkerfisins
  • nærumhverfi sínu og geta talað um áhugamál sín á íslensku
  • einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli

Leikniviðmið

  • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt, t.d. einfaldar leiðbeiningar, fyrirmæli og stuttar frásagnir
  • lesa texta af ýmsu tagi sem tengjast námsefninu og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
  • nota meginreglur í málfræðinni sem kenndar eru í áfanganum

Hæfnisviðmið

  • tjá sig munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
  • geta skilið einfalt talað mál
  • geta skilið einfalda skriflega texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is