Evrópa
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er unnið með Evrópulöndin og rætt um helstu borgir og sérkenni þeirra. Fyrir áhugasama er hægt að nýta sér Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þeim tilgangi að nálgast viðfangsefnið út frá tónlist.
Þekkingarviðmið
- löndum sem tilheyra Evrópu
- nöfnum höfuðborga í Evrópu
- helstu kennileitum í Evrópu
- vinsælum ferðamannastöðum í Evrópu.
Leikniviðmið
- greina á milli landa sem tilheyra Evrópu
- leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
- nálgast viðfangsefni á mismunandi hátt.
Hæfnisviðmið
- taka þátt í umræðum um Evrópulöndin
- lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is